top of page

LARSEN hönnun og ráðgjöf ehf. er teiknistofa, stofnuð árið 2015 af byggingafræðingnum og húsasmíðameistaranum Bent Larsen Fróðasyni sem er núverandi eigandi fyrirtækisins.

Meginstarfsemi stofunnar er almenn hönnun á byggingum þ.e.a.s aðaluppdrættir (arkitektúr), burðarþol og lagnir bygginga. Helstu verkefni stofunnar eru hönnun á einbýlishúsum, parhúsum, raðhúsum, fjölbýlishúsum, hesthúsum, reiðhöllum, fjósum, hótelum sem og ýmissa annarra bygginga. Mikill fjölbreytileiki er því á allri hönnun á stofunni sem og skipting verkefna á öllu landinu þó allra mest af verkefnum komi frá suðurlandsundirlendinu.

 

Viðskiptavinir stofunnar spanna allt frá einstaklingum til stórra framkvæmdaaðila, þó stærsti hlutinn komi frá verktökum á svæðinu sem leitar til stofunnar vegna persónulegra, góðrar og skilmerkilegrar þjónustu og samskipta.

 

Markmið stofunnar er að hanna byggingar sem henta vel hverju verkefni fyrir sig, sérstaklega með þarfir og nýtingu þeirra notkunar sem ætlast er til. Einnig að skila vönduðum vinnubrögðum til okkar viðskiptavina. Mikil áhersla hefur verið lögð á það á stofunni að skila af sér teikningum sem eru auðlesnar og einfaldar til framkvæmda fyrir okkar viðskiptavini.

DSC_1995.jpg

Bent Larsen
Framkvæmdarstjóri

bent (hja) larsenhr.is

844-7699

2011 - Löggilding hönnuða - Aðaluppdrættir - Mannvirkjastofnun
2011 – Námskeið í áhættumati á litlum fyrirtækjum
2009 – Starfsleyfi byggingarstjóra I og III
2009 – Löggilding húsasmíðameistara
2008 - Byggingafræðingur B.sc - VIA University College Horsens
1996 – Sveinspróf í húsasmíði frá Fjölbrautarskóla Suðurlands

DSC_2018.jpg

Eva Björk Birgisdóttir
Tækniteiknari
eva (hja) larsenhr.is

2005 - Tækniteiknari - Iðnskólinn í Reykjavík
2003 - Stúdent -málabraut - Fjölbrautaskóli Suðurlands


 

DSC_1985.jpg

Jódís Ásta Gísladóttir
Byggingafræðingur B.sc.
jodis (hja) larsenhr.is

2012 - Byggingafræðingur B.sc - VIA University College Aarhus
2005 - Tækniteiknari - Iðnskólinn í Hafnarfirði
2001 - Próf af hönnunarbraut - Iðnskólinn í Hafnarfirði
1997 - Stúdentspróf af félagsfræði og sálfræðibraut - Fjölbrautaskóli Suðurlands

DSC_1977.jpg

Ólafur Tage Bjarnason
Byggingafræðingur B.sc.
oli (hja) larsenhr.is


2014 - Löggilding hönnuða - Aðaluppdrættir - Mannvirkjastofnun
2008 - Byggingafræðingur B.sc. - KEA Kaupmannahöfn
2006 - Iðnfræði - Háskólinn í Reykjavík
2006 - Löggilding húsasmíðameistara
2002 - Húsasmíði - f.su. Selfossi


 

bottom of page